Innlent

Tony Blair vill verða forseti

Tony Blair
Tony Blair

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, vill verða fyrsti forseti Evrópusambandsins. Blair hóf kosningabaráttu sína á kosningafundi hjá Sarkozy í Frakklandi í gær.

Hingað til hefur formennska í ráðherraráðinu færst á milli aðildarríkjanna en það mun breytast seinna á þessu ári en þá verður forseti kosinn til lengri tíma.

Blair talaði um að í Evrópu væri ekki lengur eitthvað sem héti hægri og vinstri en Sarkozy lýsti yfir fullum stuðningi við Blair.

Nokkrir hafa verið nefndir sem keppinautar Blair og hefur nafn Anders Fogh Rasmusen forsætisráðherra Danmerkur verið nefnt. Kosið verður í embættið seinna á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×