Innlent

Rúmlega hundrað lítrar af olíu í götuna eftir árekstur í Breiðholti

Slökkviliðið var um tvo tíma að hreinsa upp olíuna. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Slökkviliðið var um tvo tíma að hreinsa upp olíuna. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir ellefu í gærkvöldi að bílaplani í Möðrufelli í Breiðholti. Þar hafði bíll ekið undir vörubíl með þeim afleiðingum að gat kom á olíutank vörubílsins.

Slökkviliðið var um tvo tíma að hreinsa upp olíuna en bíll frá Hreinsitækni var fenginn til þess að klára verkið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru þetta um 100-150 lítrar af olíu.

Ekki skapaðist mikil hætta nema þá helst sú mengun við umhverfið sem olían skapar.

Nokkuð var að gera hjá slökkviliðinu á þessum tíma en skömmu áður hafði komið upp eldur í bíl við Reynisvatn og kveikt var í ruslagámi í Grafarvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×