Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla 13. janúar 2008 10:26 Héraðsdómur Reykjavíkur „Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira