Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla 13. janúar 2008 10:26 Héraðsdómur Reykjavíkur „Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira