Innlent

Gekk berserksgang og skemmdi átta bíla

Maður gekk berserksgang í vesturbæ Reykjavíkur nú í morgunsárið. Gekk hann um og skemmdi kyrrstæða bíla með barefli.

Byrjaði hann í Pósthússtræti og gekk vestureftir. Maðurinn var handsamaður af lögreglu og gistir nú fangageymslur. Þetta var um sex leytið í morgun og skemmdi maðurinn eina átta bíla. Maðurinn verður yfirheyrður þegar hann verður viðræðuhæfur að sögn lögreglu.

Annars var nóttin tíðindarlítil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þó nokkuð hafi verið um útköll. Nokkur afskipti voru af ökutækjum og hávaða í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×