Innlent

Ófundinn ræningi 11-11 ógnaði starfsfólki með hnífi

Einungis tvær vikur eru síðan þessi sama verslun var rænd með svipuðum hætti.
Einungis tvær vikur eru síðan þessi sama verslun var rænd með svipuðum hætti.

Verslun 11-11 við Grensásveg var rænd í gærkvöldi í annað sinn á tveimur vikum. Ræninginn ógnaði starfsfólki verslunarinnar með hnífi í bæði skiptin og komst undan á hlaupum.

Lögreglan hefur ekki enn fundið manninn og er málið komið til rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað hversu mikið maðurinn hafði upp úr krafsinu en en eitthvað fé úr kassa búðarinnar komst í hans hendur. Síðast þegar þessi sama verslun var rænd hafði ræninginn nokkur þúsund á brott.

Nóttin var annars róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en eitthvað var um smávægilega pústra í miðbænum.

Litháarnir þrír sem handteknir voru í fyrrinótt eftir árás á fíkniefnalögreglumenn eru enn í haldi lögreglu en þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×