Stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna 11. janúar 2008 15:35 MYND/Anton Brink Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. „Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið undir miklu álagi að undanförnu vegna tíðra eldsvoða, auk mikilla anna vegna sjúkraflutninga, óveðurs og annarrar þjónustu sem liðið veitir," segir í tilkynningu. „Þessi hrina eldsvoða hefur því miður kostað eitt mannslíf, auk þess að valda fjölda fólks miklum ótta og andlegu álagi, svo ekki sé minnst á eignatjón. Í mörgum tilvikum virðist því miður sem eldar hafi verið kveiktir vísvitandi." „Þessir atburðir hljóta að verða til þess að við sem höfum tekið að okkur að vinna að velferð íbúanna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegt slökkvilið þeirra, leitumst við að gera enn betur en áður til þess að tryggja líf og eignir og koma í veg fyrir alvarleg slys," segir einnig. Þrátt fyrir að slökkviliðið haldi uppi öflugu forvarnar- og fræðslustarfi vegna eldvarna í íbúðar- og atvinnuhúsnæði kom fram á fundinum að ljóst sé að gera þurfi betur. „Staðreyndin er því miður sú að stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna. Enginn eða aðeins einn reykskynjari er á nærri helmingi heimila í höfuðborginni. Innan við helmingur heimilanna í landinu hefur allt í senn; reykskynjara, handslökkvitæki og eldvarnateppi. Ljóst er að víða skortir á að eldvarnir í fjölbýlishúsum séu viðunandi." Því hefur verið ákveðið að fjölga slökkvistöðvum eins og áður sagði og fjölga stöðugildum á forvarnarsviði. Félagsbústaðir munu einnig kanna hvort gera þurfi betur í eldvörnum í íbúðum í eigu borgarinnar og slökkviliðið mun bjóða húsfélögum að skoða eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa án endurgjalds.„Til athugunar er að sveitarfélögin gangi enn lengra og sjái einfaldlega til þess að reykskynjari, að minnsta kosti einn til tveir, verði settir upp á hverju heimili," segir einnig. „Dæmi eru um aðgerðir af þessu tagi hérlendis og erlendis, í stórum sveitarfélögum sem smáum, sem hafa gefið góða raun. Rétt væri að leita eftir samstarfi við aðra aðila sem hafa mikilla hagsmuna að gæta og bera mikla ábyrgð í þessum efnum." Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Borgarstjóri og slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins boðuðu til blaðamannafundar í dag þar sem farið var yfir þær aðgerðir sem ráðist verður í vegna eldvarna. Meðal annars á að fjölga um eina slökkviliðsstöð, byggja tvær nýjar og loka þeirri sem nú er á Tunguhálsi. „Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið undir miklu álagi að undanförnu vegna tíðra eldsvoða, auk mikilla anna vegna sjúkraflutninga, óveðurs og annarrar þjónustu sem liðið veitir," segir í tilkynningu. „Þessi hrina eldsvoða hefur því miður kostað eitt mannslíf, auk þess að valda fjölda fólks miklum ótta og andlegu álagi, svo ekki sé minnst á eignatjón. Í mörgum tilvikum virðist því miður sem eldar hafi verið kveiktir vísvitandi." „Þessir atburðir hljóta að verða til þess að við sem höfum tekið að okkur að vinna að velferð íbúanna, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og sameiginlegt slökkvilið þeirra, leitumst við að gera enn betur en áður til þess að tryggja líf og eignir og koma í veg fyrir alvarleg slys," segir einnig. Þrátt fyrir að slökkviliðið haldi uppi öflugu forvarnar- og fræðslustarfi vegna eldvarna í íbúðar- og atvinnuhúsnæði kom fram á fundinum að ljóst sé að gera þurfi betur. „Staðreyndin er því miður sú að stór hluti heimila er án lágmarks eldvarna. Enginn eða aðeins einn reykskynjari er á nærri helmingi heimila í höfuðborginni. Innan við helmingur heimilanna í landinu hefur allt í senn; reykskynjara, handslökkvitæki og eldvarnateppi. Ljóst er að víða skortir á að eldvarnir í fjölbýlishúsum séu viðunandi." Því hefur verið ákveðið að fjölga slökkvistöðvum eins og áður sagði og fjölga stöðugildum á forvarnarsviði. Félagsbústaðir munu einnig kanna hvort gera þurfi betur í eldvörnum í íbúðum í eigu borgarinnar og slökkviliðið mun bjóða húsfélögum að skoða eldvarnir í sameign fjölbýlishúsa án endurgjalds.„Til athugunar er að sveitarfélögin gangi enn lengra og sjái einfaldlega til þess að reykskynjari, að minnsta kosti einn til tveir, verði settir upp á hverju heimili," segir einnig. „Dæmi eru um aðgerðir af þessu tagi hérlendis og erlendis, í stórum sveitarfélögum sem smáum, sem hafa gefið góða raun. Rétt væri að leita eftir samstarfi við aðra aðila sem hafa mikilla hagsmuna að gæta og bera mikla ábyrgð í þessum efnum."
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira