Innlent

Telur álit mannréttindanefndar ekki kalla á breytingar á kvótakerfinu

Álitsgerð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið íslenska kallar ekki á grundvallarbreytingar á kerfinu og varla á lagabreytingar. Þetta er mat Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra.

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Sviss hefur lýst því áliti sínu að íslenska ríkið hafi brotið gegn réttindum tveggja íslenskra sjómanna, þegar þeir voru dæmdir í Hæstarétti árið 2003 fyrir fiskveiðar án kvóta. Leggur nefndin fyrir íslenska ríkið að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og greiða mönnunum skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×