Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru 11. janúar 2008 12:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. Matsnefnd um hæfi umsækjenda, undir formennsku Péturs Hafstein, átelur Árna M. Mathiesen harðlega fyrir að skipa Þorstein Davíðsson dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og segir ráðherrann hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og farið langt út fyrir þau valdsmörk sín. Árni M. Mathiesen sat ekki ríkisstjórnarfund í morgun sem var undir forsæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðspurð hvort þetta væri ekki óþægilegt mál fyrir Árna M. Mathiesen sagði Þorgerður Katrín að Árni væri að taka sína ákvörðun og þetta væri ekkert óþægilegt. „Það geta alltaf komið upp ákveðnar deilur um embættisráðningar, það kann vel að vera en engu að síður er þetta mat Árna og þetta er fullkomlega réttmætt mat Árna. Það er rétt að undirstrika það að það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipa mönnum í flokka eftir hæfni og að mínu mati hefðu menn átt segja hæfur eða ekki hæfur," segir Þorgerður Katrín. Síðan sé það mat og ábyrgð hvers ráðherra að taka ákvörðun. Það geri fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra og aðrir ráðherrar. „Ég hef líka staðið í svona embættisveitingum og það er alltaf á endum ráðherra sem ber ábyrgðina," segir Þorgerður Katrín. Aðspurð hvort hún styddi valið játti Þorgerður Katrín því. „Ég styð mína ráðherra og í því sem þeir eru að gera og þetta er hans mat. Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá það að menn árið 2007 eða 2008 þurfi að líða fyrir það hverra manna þeir eru," segir Þorgerður Katrín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, baðst hins vegar undan því að segja álit sitt og bar því við að hún hefði ekki enn lesið rökstuðning fjármálaráðherra. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. Matsnefnd um hæfi umsækjenda, undir formennsku Péturs Hafstein, átelur Árna M. Mathiesen harðlega fyrir að skipa Þorstein Davíðsson dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og segir ráðherrann hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og farið langt út fyrir þau valdsmörk sín. Árni M. Mathiesen sat ekki ríkisstjórnarfund í morgun sem var undir forsæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðspurð hvort þetta væri ekki óþægilegt mál fyrir Árna M. Mathiesen sagði Þorgerður Katrín að Árni væri að taka sína ákvörðun og þetta væri ekkert óþægilegt. „Það geta alltaf komið upp ákveðnar deilur um embættisráðningar, það kann vel að vera en engu að síður er þetta mat Árna og þetta er fullkomlega réttmætt mat Árna. Það er rétt að undirstrika það að það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipa mönnum í flokka eftir hæfni og að mínu mati hefðu menn átt segja hæfur eða ekki hæfur," segir Þorgerður Katrín. Síðan sé það mat og ábyrgð hvers ráðherra að taka ákvörðun. Það geri fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra og aðrir ráðherrar. „Ég hef líka staðið í svona embættisveitingum og það er alltaf á endum ráðherra sem ber ábyrgðina," segir Þorgerður Katrín. Aðspurð hvort hún styddi valið játti Þorgerður Katrín því. „Ég styð mína ráðherra og í því sem þeir eru að gera og þetta er hans mat. Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá það að menn árið 2007 eða 2008 þurfi að líða fyrir það hverra manna þeir eru," segir Þorgerður Katrín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, baðst hins vegar undan því að segja álit sitt og bar því við að hún hefði ekki enn lesið rökstuðning fjármálaráðherra.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira