Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif 10. janúar 2008 18:40 Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira