Innlent

Öllum sagt upp hjá Kræki á Dalvík

Öllum starfsmönnum fiskverkunarfyrirtækins Krækis á Dalvík hefur verið sagt upp störfum. Rúmlega þrjátíu stöðugildi hafa verið hjá fyrirtækinu, en Henning Jóhannesson stjórnarformaður segir mikla rekstrarefriðfleika hjá fyrirtækinu. Breytt rekstrarform sé þó til skoðunar.

Fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum og hefur það gert út á svokallaðan flugfisk, einkum fisk veiddan við Grímsey. Erfiðleikar, aflaleysi, staða krónunar og niðurskurður kvóta eru ástæðurnar fyrir vandræðum fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×