Háspennubilun varð kl. 16:50 í dag sem veldur rafmagnsbilun í Foldahverfi og stórum hluta af Höfðahverfi. Verið er að leita að biluninni og vonast til að rafmagn komist fljótt á aftur.
Vegna bilunarinnar eru umferðarljós í hverfunum úti og hafa skapast umferðartafir af þeim sökum. Lögregla er á vettvangi og reynir að greiða úr umferðarflækjunni.