Enski boltinn

Benítez í minniháttar aðgerð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benítez á æfingu Liverpool á dögunum.
Benítez á æfingu Liverpool á dögunum.

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, var lagður inn á sjúkrahús í morgun vegna nýrnasteina-vandamála.

Hann gekkst undir minniháttar aðgerð og er búist við honum aftur til starfa á næstu tveimur eða þremur dögum.

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, eyddi aðfaranótt sunnudags á sjúkrahúsi vegna svipaðra vandamála.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.