Innlent

Unglingagengi stal og skemmdi fyrir rúmar fjórar milljónir

Einn af bílunum sem drengirnir skemmdu í Hafnarfirði.
Einn af bílunum sem drengirnir skemmdu í Hafnarfirði.

Fjórir piltar á aldrinum 16-19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa á löngu tímabili meðal annars eyðilagt fjórtán bíla og brotist þrisvar inn í sömu sjoppuna. Drengirnir hafa skilið eftir sig skilaboð á sumum bílanna þar sem þeir hafa krotað orðin "D-Dog" og "Fuck Five".

Í ákæru sem þingfest var í héraðsdómi Reykjaness í morgun kemur fram að drengirnir hafa ítrekað gerst sekir um lögbrot.

Meðal annars brutust þeir með nokkurra daga tímabili þrisvar sinnum inn í Bryndísarsjoppu í Hafnarfirði og stálu þar sígarettum, símkortum og sælgæti. Einnig var rúða brotin í Flensborgarskólanum með felgulykli.

Piltarnir stálu einnig bíl fyrir utan Sambíóin við Álfabakka en bifreiðin fannst daginn eftir bensínlaus til móts við Arnarnes. Einhverjir piltanna voru teknir í Smáralind þar sem þeir báru hnúajárn og voru með hníf. Einnig brutust þeir inn í Björnsbakarí og stálu sígarettum í verslun 10-11.

Piltarnir virðast hafa stundað það að skemma bifreiðar. Brutu þeir rúður með hafnarboltakylfum og steinum en í eitt skiptið var þríhjól látið flakka inn um framrúðu bifreiðar. Í einhver skipti höfðu þeir krotað orðin "D-Dog" og "Fuck Five" á skemmda bílana.

Alls skemmdu piltarnir fjórtán bifreiðar á skömmu tímabili. Í ákærunni kemur fram að piltarnir hafa ýmsit skemmt eða stolið fyrir 4,298,861 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×