Innlent

Áfram í varðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnaverksmiðju

MYND/Stöð 2

Héraðsdómur framlengdi í dag gæsluvarðhaldúrskurð yfir þremur mönnum sem handteknir voru fyrir tveimur vikum, grunaðir um aðild að fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði. Þá upprætti lögregla háþróaða fíkniefnaverksmiðju og lagði hald á bæði efni, tæki og tól. Gæsluvarðhald mannanna er til 13. nóvember.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar mennirnir séu á þrítugs- og fertugsaldri og hafi allir áður komið við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála. Fram hefur komið í fréttum Vísis að meðal hinna handteknu séu Jónas Ingi Ragnarsson, sem afplánaði dóm vegna líkfundarmálsins svokallaða, og Tindur Jónsson, sem var dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Báðir voru þeir á reynslulausn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×