Ómælanleg náttúrufegurð 14. júní 2008 06:00 Horfin náttúra Rúrí í innsetningunni Sökkvun.Fréttablaðið/GVA Myndlistarkonan Rúrí er höfundur sýningarinnar Sökkvun sem nú stendur yfir í StartArt-listamannahúsi á Laugavegi. Rúrí er þjóðinni vel kunn fyrir verk sín sem oft má finna á óvæntum stöðum í umhverfinu, en á Sökkvun er viðfangsefni hennar náttúran og nýting okkar á henni. Sýningin opnaði um miðjan síðasta mánuð og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Titilverk sýningarinnar er myndbandsinnsetning í stærsta sal sýningarrýmisins; myndskeiði er varpað á vegg og á skjám sem komið hefur verið fyrir í rýminu má sjá svipmyndir af gæsahreiðrum og textabrot. Í tveimur minni sölum má svo sjá ljósmyndir og skúlptúr. „Það er sleginn sami grunntónn í þessum verkum; þau snerta öll á tengslum mannsins við jörðina og umhverfi sitt, en á ólíkan hátt þó," segir Rúrí. „Ljósmyndirnar og myndbandsverkin tengjast nýtingu okkar á vatnsauðlindum, en þriðja verkið er það fyrsta af nýjum verkum sem ég er að vinna að sem kallast Tilvistarleg. Verkið fjallar um þau efnahagslegu gildi sem virðast hafa sérstöðu í nútímanum og sýnir okkur því nokkrar tegundir efna sem hafa mikið vægi í efnahagslífinu: svartolíu, maís, vatn og loft." Í titilverkinu Sökkvun má sjá myndskeið af náttúrulegu umhverfi sem nú er horfið sjónum. „Verkið er allt tekið á svæðinu í kringum Kárahnjúka fyrir nokkrum árum. Myndskeiðið sýnir hvernig lónið stækkar smám saman og drekkir umhverfinu, fegurðinni og hreiðrum gæsanna. Það voru mörg hundruð hreiður sem fóru undir lónið. Þegar maður verður vitni að þessari atburðarás vekur það upp spurninguna: höfum við heimild til þess að taka svona yfir náttúruna og breyta henni? Það hefur tekið jörðina óratíð að finna vatninu sínu farveg og við ætlum að breyta því á örskotsstundu. Mannkynið virðist sífellt vilja sigra náttúruna, en það er ekki til neinn sigur gagnvart jörðinni; það eina sem við getum sigrað erum við sjálf með því að finna eitthvert gullið jafnvægi með umhverfi okkar. Það er eini sigurinn sem er raunhæfur." Myndin sem sýning Rúríar dregur upp af sambýli mannsins við náttúruna er því bæði átakanleg og erfið, en fegurðin er þó aldrei langt undan. „Sökkvun sýnir fyrst og fremst fegurðina í náttúrunni; þetta er fegurð sem ekki er hægt að verðleggja eða mæla á nokkurn hátt." Sökkvun stendur yfir í StartArt-listamannahúsi, Laugavegi 12b, til 30. júní. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Myndlistarkonan Rúrí er höfundur sýningarinnar Sökkvun sem nú stendur yfir í StartArt-listamannahúsi á Laugavegi. Rúrí er þjóðinni vel kunn fyrir verk sín sem oft má finna á óvæntum stöðum í umhverfinu, en á Sökkvun er viðfangsefni hennar náttúran og nýting okkar á henni. Sýningin opnaði um miðjan síðasta mánuð og er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Titilverk sýningarinnar er myndbandsinnsetning í stærsta sal sýningarrýmisins; myndskeiði er varpað á vegg og á skjám sem komið hefur verið fyrir í rýminu má sjá svipmyndir af gæsahreiðrum og textabrot. Í tveimur minni sölum má svo sjá ljósmyndir og skúlptúr. „Það er sleginn sami grunntónn í þessum verkum; þau snerta öll á tengslum mannsins við jörðina og umhverfi sitt, en á ólíkan hátt þó," segir Rúrí. „Ljósmyndirnar og myndbandsverkin tengjast nýtingu okkar á vatnsauðlindum, en þriðja verkið er það fyrsta af nýjum verkum sem ég er að vinna að sem kallast Tilvistarleg. Verkið fjallar um þau efnahagslegu gildi sem virðast hafa sérstöðu í nútímanum og sýnir okkur því nokkrar tegundir efna sem hafa mikið vægi í efnahagslífinu: svartolíu, maís, vatn og loft." Í titilverkinu Sökkvun má sjá myndskeið af náttúrulegu umhverfi sem nú er horfið sjónum. „Verkið er allt tekið á svæðinu í kringum Kárahnjúka fyrir nokkrum árum. Myndskeiðið sýnir hvernig lónið stækkar smám saman og drekkir umhverfinu, fegurðinni og hreiðrum gæsanna. Það voru mörg hundruð hreiður sem fóru undir lónið. Þegar maður verður vitni að þessari atburðarás vekur það upp spurninguna: höfum við heimild til þess að taka svona yfir náttúruna og breyta henni? Það hefur tekið jörðina óratíð að finna vatninu sínu farveg og við ætlum að breyta því á örskotsstundu. Mannkynið virðist sífellt vilja sigra náttúruna, en það er ekki til neinn sigur gagnvart jörðinni; það eina sem við getum sigrað erum við sjálf með því að finna eitthvert gullið jafnvægi með umhverfi okkar. Það er eini sigurinn sem er raunhæfur." Myndin sem sýning Rúríar dregur upp af sambýli mannsins við náttúruna er því bæði átakanleg og erfið, en fegurðin er þó aldrei langt undan. „Sökkvun sýnir fyrst og fremst fegurðina í náttúrunni; þetta er fegurð sem ekki er hægt að verðleggja eða mæla á nokkurn hátt." Sökkvun stendur yfir í StartArt-listamannahúsi, Laugavegi 12b, til 30. júní. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira