Loksins plata frá Skapta Ólafs 23. október 2008 07:00 Skapti Ólafsson man tímana tvenna. mynd/7fn Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Skapti Ólafsson var í fyrsta árgangi þeirra sem kynnti íslenskri æsku fyrir rokkinu og gaf út vinsæl lög eins og „Allt á floti alls staðar“ og „Syngjum hátt og dönsum“. Nú er fyrsta plata Skapta í „fullri lengd“ loksins komin út og heitir einfaldlega Skapti. „Þetta kemur nú bara til af því að Birgir Baldursson og vinir hans vildu endilega fá gamla manninn til að syngja,“ segir Skapti. „Ég hugsaði nú aldrei svo stórt að þetta yrði plata, enda búinn að vera með hálfgerða minnimáttarkennd. Það varð þó úr að við reyndum og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ gammurinn látinn geisa Frá Rósenberg 2005: Eðvarð Lárusson, Þórður Högnason, Skapti og Birgir Baldursson. Fréttablaðið/7fn Innihald plötunnar eru sígild djass- og dægurlög, tvö með nýjum íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson. Þarna er líka Lou Reed-lagið „Perfect Day“, sem Skapti flutti í fyrra í söngleiknum Ást. Það eru 64 ár síðan Skapti byrjaði í bransanum. „Fyrsta giggið var á Þingvöllum 1944,“ segir söngvarinn. „Við strákarnir kunnum tvö og hálft þvergrip en gerðum mikla lukku í tjaldbúðunum. Svo var maður í lúðrasveitum, djassböndum og í rokkinu. Maður eignaðist fjölskyldu og vann í prentverki en var samt alltaf eitthvað í danshljómsveitum. Á tímabili vorum við einkahljómsveit Flugfélagsins og spiluðum mikið í útlöndum.“ Eymundsson dreifir nýju plötunni og Skapti og bandið ætla að spila. „Jú, við reynum að hafa skemmtanir, þótt ekki væri til annars en að bjóða upp á sykurpæklaðar pönnukökur og nokkrar kleinur.“ Skapti varð áttræður í fyrra og man eðlilega tímana tvenna. „Ég er fæddur inn í kreppuna og inn í stóra fjölskyldu og þetta var oft erfitt líf,“ segir hann. „Ég man eftir skömmtunarmiðum og það var oft hörgull á ýmsu. Þá reddaði fólk sér bara, húsmæður skiptust á skömmtunarmiðunum og gúmmítútturnar komu til sögunnar. Ég get svo sem engu spáð um það hvað gerist hjá okkur núna. Ég vona bara að liðið læri loksins að spara.“-drg
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira