Kraumur verðlaunar í desember 5. nóvember 2008 08:00 Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. fréttablaðið/arnþór Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. Um er að ræða plötuverðlaun sem eru sett á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Fimm plötur sem eru gefnar út á árinu verða tilnefndar til verðlaunanna, líklega í lok nóvember. Af þeim hlýtur ein Kraumsverðlaunin. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda tilnefndra platna. Spurður segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums, að til hliðsjónar Kraumsverðlaununum hafi verið hafðar virtar erlendar verðlaunahátíðir á borð við bresku Mercury-verðlaunin, bandarísku Shortlist-verðlaunin og hin kanadísku Polar-verðlaun. „Þetta eru plötuverðlaun í kringum okkur sem við höfum dálítið litið til," segir Eldar. „Við erum líka með þá nýjung að kaupa þá titla sem eru tilnefndir," segir hann en óvíst er hversu mikið upplag af plötunum verður keypt. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur nú hafið störf. Hún er skipuð fimmtán aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. Um er að ræða plötuverðlaun sem eru sett á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Fimm plötur sem eru gefnar út á árinu verða tilnefndar til verðlaunanna, líklega í lok nóvember. Af þeim hlýtur ein Kraumsverðlaunin. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda tilnefndra platna. Spurður segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums, að til hliðsjónar Kraumsverðlaununum hafi verið hafðar virtar erlendar verðlaunahátíðir á borð við bresku Mercury-verðlaunin, bandarísku Shortlist-verðlaunin og hin kanadísku Polar-verðlaun. „Þetta eru plötuverðlaun í kringum okkur sem við höfum dálítið litið til," segir Eldar. „Við erum líka með þá nýjung að kaupa þá titla sem eru tilnefndir," segir hann en óvíst er hversu mikið upplag af plötunum verður keypt. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur nú hafið störf. Hún er skipuð fimmtán aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira