Sjúklegt basl og dálítið stress 27. nóvember 2008 03:30 Addi Intro, sem starfar í Skífunni, gefur út plötuna Tivoli Chillout. fréttablaðið/anton brink Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu." Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rapparinn Addi Intro úr hljómsveitinni Forgotten Lores er að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Tivoli Chillout. Platan átti að koma út hjá Geimsteini en vegna kreppunnar og vandræða með gjaldeyri ákvað fyrirtækið að fresta útgáfunni fram í apríl. Það hugnaðist Adda ekki og ákvað hann að gefa hana út sjálfur með öllu því veseni sem því tilheyrir. „Þetta er sjúklegt basl og dálítið stress," segir Addi sem naut aðstoðar Hrynjanda sem er útgáfufyrirtæki föður hans, Ingva Þórs Kormákssonar úr JJ Soul Band. „Ég eyddi tveimur vikum í hana alveg á milljón og síðan varð „coverið" til á fjórum dögum. Við vorum tveir sveittir að vinna það langt fram á nótt." Addi vill reyndar ekki meina að þetta sé hans fyrsta sólóplata, heldur sé hún frekar samstarfsverkefni hans og þess fjölda rappara sem að henni koma. Á meðal þeirra eru Dóri DNA, Bent og félagar hans úr Forgotten Lores. „Án þeirra hefði þetta engan veginn verið hægt," segir Addi, sem flutti til Íslands frá Danmörku fyrir ári og byrjaði skömmu síðar á plötunni. Hann segir rappið engan veginn búið að vera þó að hann sé einn örfárra rappara sem gefa út fyrir þessi jól. „Ég er ekki að reyna að vekja íslenska hiphop-senu því persónulega finnst mér hún ekki hafa sofnað. Það eina sem sofnaði var útgáfan," segir hann og telur ekki nóg að gefa eingöngu út á Myspace eins og sumir hafa gert. „Ég fyrir mitt leyti vil eiga grip og vera með í þessari plötusölu."
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira