Innlent

Fiðrildavikunni lýkur í dag

Hrund Gunnsteinsdóttir, talskona Fiðrildavikunnar.
Hrund Gunnsteinsdóttir, talskona Fiðrildavikunnar.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi lýkur í dag en með henni hefur verið vakin athygli á ofbeldi gegn konum á stríðshrjáðum svæðum. Heiðursgestir á fundi í morgun voru Ólúbanke King-Ake-rele, utanríkisráðherra Líberíu, og Joanna Sandler, aðalframkvæmdarstýra UNIFEM í New York.

King-Ake-rele sagði framlag Íslands til söfnunar UNIFEM mikilvægt og gagnast Líberíu í réttindabaráttu kvenna. Sandler lagði áherslu á að íslandsdeild UNIFEM hefði sett öðrum landsdeildum í heiminum ný viðmið í fjáröflun miðað við það sem hafi tekist að safna á Íslandi á síðustu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×