Orðrómur hefur verið á kreiki um að nokkrir dansarar muni heimsækja verslunina Liborius einhvern tímann í dag og halda þar danssýningu.
Dansararnir munu mæta og yfirtaka verslunina á einhverjum tímapunkti og halda þar danssýningu innan um viðskiptavini og tískuklæðnað.
Jóhann Meunier, eigandi verslunarinnar, segist hafa heyrt af fyrirhugaðri yfirtöku, „Ég veit að ég gæti átt von á dönsurum hingað inn en veit ekki hvenær eða hverjir þeir eru. Mér finnst þó hugmyndin mjög sniðug og vona að það verði af þessu."
Þeir sem eiga leið um Laugaveginn í dag ættu því að vera með augun opin fyrir hinum leyndardómsfullu dönsurum en á meðal þeirra ku vera margverðlaunaður breikdansari. - sm