Enn er verið að dissa! Elísabet Brekkan skrifar 7. maí 2008 08:00 Menningarkimar mætast í leikritinu Ástin er diskó, lífið er pönk. Frumsýning á fimmtudag í Ríkisleikhúsi íslensku þjóðarinnar. Hvernig stendur á því að Verslunarskólinn heldur ekki áfram að sjá um uppfærslur af þessum toga eins og verið hefur í vinsælum sumarsýningum sem Borgarleikhúsið hefur hýst? Þeir sem ánetjast diskóinu eru litaglaðir einfeldningar meðan þeir sem aðhyllast pönkstefnunnni eru að mótmæla um leið og þeir eru í niðurrifi á sínu eigin lífi og útliti, en svo birtist hún stjarnan okkar allra sem komið hefur Íslandi á kortið. Um þetta og svolítið misskilningsdrama fjallaði sýningin Ástin er diskó, lífið er pönk. Það var mikil dans- og söngveisla á fjölum Þjóðleikhússins á alþjóðabaráttudegi verkalýðsins. Það vekur í raun furðu að svona stór vinnustaður skuli halda sínu fólki í vinnu á degi sem slíkum? Hér var spriklað, sungið, dansað og gargað milli þess sem reynt var að leysa erfið fjölskyldumál. Fyrir aðeins mánuði síðan var frumsýnt nýtt íslenskt verk norður á Akureyri þar sem ungt fólk varð ástfangið og áhorfendur látnir halda um skeið að um systkin væri að ræða. Sama misskilningsþemað er hér á ferðinni. Það er eins og það sé eitthvað í tísku að leita í þessi gömlu Grikkja- og Shakespeare-minni. Hér var stór og litskrúðugur hópur samankominn. Gamla West Side Story-þemað skein í gegn þar sem átök voru milli pönkara og diskóliðsins sem allt rann þó saman í eina Smirnoff-dýrkun undir lokin. Tónlistaratriðin voru skemmtilega hröð og þétt og söngatriði vel flutt. Dansatriðin aftur á móti eins og óendanlega löng leikfimistund í sjónvarpi á legghlífatímabilinu. Þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson eru bæði firnagóðir leikarar og skiluðu sínum hlutverkum með prýði. Geiflur Vigdísar og tilfæringar þá er hún náði kjöri sem Ungfrú Hollywood voru frábærar og hvert smáatriði þaulhugsað. Búningar þeirra þjónuðu tilgangi sínum einnig mjög vel. Þórir Sæmundsson, sem leikur ástfangna pönkarann Nonna Rokk, heldur salnum í járngreipum með sterkri nærveru sinni og góðum leik. Röddin berst út í hvert skúmaskot og leikurinn allur ósvikinn. Önnur stjarna sýningarinnar var litla systir fegurðardrottningarinnar, Stína, sem Sara Marti Guðmundsdóttir ljáði lífi, og með fínstemmdri nálgun sinni þeytti hún öllum salnum í hláturskast. Þau Baldur Trausti Hreinsson og Ragnheiður Steinþórsdóttir í hlutverkum hjónanna voru einnig skemmtilega staðlaðar týpur sem gaman var að horfa á, einkum hið netta Baby Jane-gervi móðurinnar. Sem fyrrum hljómsveitartöffarar og núverandi rónar voru þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Kjartan Guðjónsson þrusugóðir. Ofurlummugæjinn Danni diskó sem Sverrir Þór Sverrisson ljáði bleiku lífi kitlaði hláturtaugar áhorfenda og á vafalítið eftir að falla yngstu kynslóðinni vel í geð. Pönkarastelpurnar tvær sem Elma Lísa Og Edda Björg hræktu út úr sér voru frábærar. Einn af göllum sýningarinnar var hversu ójafn leikurinn var, eins og oft vill verða þegar hópi af áhugamönnum er stillt upp með atvinnuleikurum í úrvalsflokki. Leikmynd, lýsing og búningar voru í anda ýkjudiskósins. Það er umhugsunarefni hvernig hvert verkið á fætur öðru í leikhúsunum upp á síðkastið gengur út á að agnúast út í ákveðin tímabil, eða, eins og krakkarnir segja núna, „dissa" diskóið og dissa pönkið, eins og uppfærslan af Kommúnunni gekk út á að „dissa" hippana... Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur? Á sama tíma og það er verið að agnúast út í einhverjar músíkstefnur og gera að milljónauppsetningum í leikhúsi með fjölbreytilegum hópi listamanna er brunafýla undir rassi velferðarkerfisins, og líklega ekki bara brunafýla heldur hreinlega bálköstur, en það er ekki verið að nýta hið mikla ofurafl listarinnar til þess að slökkva þann eld og um leið að kveikja á perum, opna hugsun? Nei, það er líklega svo lummó, svo mikið nöldur, því tíminn okkar núna eða þeir sem telja sig „inn" þola ekki nöldur og þras eða nokkra greiningu. Sennilega vegna þess að ástandsgreining og hugsanlegar hugmyndir um að hægt sé að breyta einhverju til góðs eru framandi hugsanir kynslóðar sem alist hefur upp við eina og aðeins eina stefnu. Eina stefnu sem einkennist af stöðugu bænaþrugli upp úr guðspjalli græðginnar, sem þar með fæðir af sér innihaldsleysi á borð við sýningu þá sem okkur var boðið upp á í Þjóðleikhúsinu á alþjóðlegum baráttudegi verkamanna. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Frumsýning á fimmtudag í Ríkisleikhúsi íslensku þjóðarinnar. Hvernig stendur á því að Verslunarskólinn heldur ekki áfram að sjá um uppfærslur af þessum toga eins og verið hefur í vinsælum sumarsýningum sem Borgarleikhúsið hefur hýst? Þeir sem ánetjast diskóinu eru litaglaðir einfeldningar meðan þeir sem aðhyllast pönkstefnunnni eru að mótmæla um leið og þeir eru í niðurrifi á sínu eigin lífi og útliti, en svo birtist hún stjarnan okkar allra sem komið hefur Íslandi á kortið. Um þetta og svolítið misskilningsdrama fjallaði sýningin Ástin er diskó, lífið er pönk. Það var mikil dans- og söngveisla á fjölum Þjóðleikhússins á alþjóðabaráttudegi verkalýðsins. Það vekur í raun furðu að svona stór vinnustaður skuli halda sínu fólki í vinnu á degi sem slíkum? Hér var spriklað, sungið, dansað og gargað milli þess sem reynt var að leysa erfið fjölskyldumál. Fyrir aðeins mánuði síðan var frumsýnt nýtt íslenskt verk norður á Akureyri þar sem ungt fólk varð ástfangið og áhorfendur látnir halda um skeið að um systkin væri að ræða. Sama misskilningsþemað er hér á ferðinni. Það er eins og það sé eitthvað í tísku að leita í þessi gömlu Grikkja- og Shakespeare-minni. Hér var stór og litskrúðugur hópur samankominn. Gamla West Side Story-þemað skein í gegn þar sem átök voru milli pönkara og diskóliðsins sem allt rann þó saman í eina Smirnoff-dýrkun undir lokin. Tónlistaratriðin voru skemmtilega hröð og þétt og söngatriði vel flutt. Dansatriðin aftur á móti eins og óendanlega löng leikfimistund í sjónvarpi á legghlífatímabilinu. Þau Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Þórir Sæmundsson eru bæði firnagóðir leikarar og skiluðu sínum hlutverkum með prýði. Geiflur Vigdísar og tilfæringar þá er hún náði kjöri sem Ungfrú Hollywood voru frábærar og hvert smáatriði þaulhugsað. Búningar þeirra þjónuðu tilgangi sínum einnig mjög vel. Þórir Sæmundsson, sem leikur ástfangna pönkarann Nonna Rokk, heldur salnum í járngreipum með sterkri nærveru sinni og góðum leik. Röddin berst út í hvert skúmaskot og leikurinn allur ósvikinn. Önnur stjarna sýningarinnar var litla systir fegurðardrottningarinnar, Stína, sem Sara Marti Guðmundsdóttir ljáði lífi, og með fínstemmdri nálgun sinni þeytti hún öllum salnum í hláturskast. Þau Baldur Trausti Hreinsson og Ragnheiður Steinþórsdóttir í hlutverkum hjónanna voru einnig skemmtilega staðlaðar týpur sem gaman var að horfa á, einkum hið netta Baby Jane-gervi móðurinnar. Sem fyrrum hljómsveitartöffarar og núverandi rónar voru þeir Þröstur Leó Gunnarsson og Kjartan Guðjónsson þrusugóðir. Ofurlummugæjinn Danni diskó sem Sverrir Þór Sverrisson ljáði bleiku lífi kitlaði hláturtaugar áhorfenda og á vafalítið eftir að falla yngstu kynslóðinni vel í geð. Pönkarastelpurnar tvær sem Elma Lísa Og Edda Björg hræktu út úr sér voru frábærar. Einn af göllum sýningarinnar var hversu ójafn leikurinn var, eins og oft vill verða þegar hópi af áhugamönnum er stillt upp með atvinnuleikurum í úrvalsflokki. Leikmynd, lýsing og búningar voru í anda ýkjudiskósins. Það er umhugsunarefni hvernig hvert verkið á fætur öðru í leikhúsunum upp á síðkastið gengur út á að agnúast út í ákveðin tímabil, eða, eins og krakkarnir segja núna, „dissa" diskóið og dissa pönkið, eins og uppfærslan af Kommúnunni gekk út á að „dissa" hippana... Væri ekki kominn tími til þess að semja eitthvað um þá litlu sjálfsvirðingu sem peningahyggjan og uppatöffaraskapur innlit/útlit-flísafárs nútímans veldur? Á sama tíma og það er verið að agnúast út í einhverjar músíkstefnur og gera að milljónauppsetningum í leikhúsi með fjölbreytilegum hópi listamanna er brunafýla undir rassi velferðarkerfisins, og líklega ekki bara brunafýla heldur hreinlega bálköstur, en það er ekki verið að nýta hið mikla ofurafl listarinnar til þess að slökkva þann eld og um leið að kveikja á perum, opna hugsun? Nei, það er líklega svo lummó, svo mikið nöldur, því tíminn okkar núna eða þeir sem telja sig „inn" þola ekki nöldur og þras eða nokkra greiningu. Sennilega vegna þess að ástandsgreining og hugsanlegar hugmyndir um að hægt sé að breyta einhverju til góðs eru framandi hugsanir kynslóðar sem alist hefur upp við eina og aðeins eina stefnu. Eina stefnu sem einkennist af stöðugu bænaþrugli upp úr guðspjalli græðginnar, sem þar með fæðir af sér innihaldsleysi á borð við sýningu þá sem okkur var boðið upp á í Þjóðleikhúsinu á alþjóðlegum baráttudegi verkamanna.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira