Stjórnarfrumvörp hafa forgang á nýtt eftirlaunafrumvarp 4. mars 2008 13:47 Valgerður Bjarnadóttir hefur barist fyrir því að eftirlaunaósóminn eins hún kallar hann verði afnuminn. MYND/GVA Sú vinnuregla að láta stjórnarfrumvörp og frumvörp frá forsætisnefnd hafa forgang í allsherjarnefnd kemur í veg fyrir að frumvarp um breytingar á eftirlaunum æðstu embættismanna fái framgang. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, á Alþingi í dag. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á því að hún hefðii þann 30. október í fyrra lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna landsins, hinum svokölluðu eftirlaunalögum. Hún hefði lagt til að lífeyriskjör þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna yrðu færð til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Valgerður sagðist hafa verið spurð um framgang málsins en hefði engu getað svarað. Því spurði hún Birgi Ármannsson um hvar málið væri en síðast þegar hún vissi væri það í allsherjarnefnd. Þá lagði Valgerður til að málinu yrði flýtt. Boðað hefði verið að landsmenn þyrftu að herða sultarólina á næstunni og ráðamenn ættu að geta sýnt á táknrænan hátt að við værum öll á sama bátinum. Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, sagði málið hafa verið sent til umsagnar hjá 18 aðilum og sjö svör hefðu borist. Þá benti Birgir á að 33 mál hefðu komið til nefndarinnar í vetur en forgangsröðunin hefði verið með þeim hætti að stjórnarfrumvörp og frumvörp forsætisnefndar hefðu forgang. Hann hygðist hins vegar beita sér fyrir umræðu á nefndardögum um framgang þingmála en honum væri ljóst að áhugi væri hjá nefndarmönnum að taka mörg þingmannamál til umfjöllunar. Ekki flókið mál að breyta lögunum Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu yfir stuðnigi við frumvarp Valgerðar og vildu flýta því. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, spurði hvað dveldi orminn langa og sagði að út frá orðum Birgis væri að skilja að um geysilega flókið mál væri að ræða en svo væri ekki. Hann vildi að sérréttindabálkurinn yrði afnuminn og sagði LSR lífeyrissjóðinn opinn æðstu embættismönnum. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ekki ganga að þingmenn væru að skammta sér sérkjör. Vandamálið í störfum Alþingis væri að stjórnarfrumvörp hefðu algjöran forgang. Þá benti hann á að frumvarp um aðstoðarmenn þingmanna væri á hraðferð í gegnum þingið og það vantaði skipulag á því hvernig málin væru afgreidd. Það þyrfti að breyta verklagi nefnda Alþingis og taka frumvörp í réttri röð. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist vona að vinnubrögð væru að breytast á Alþingi og að þingmannafrumvörp fengu eðlilegan framgang. Kallaði hún eftir svörum frá ráðherrum um eftirlaunamálið og minnti á að þess væri getið í stjórnarsáttmálanum að breyta ætti lögunum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði reynt að beita sér fyrir samkomulagi í málinu en ekki tekist og nú kæmust menn að því hvort Samfylkingunni tækist það. Nægur tími til að fjalla um aðstoðarmannafrumvarp Valgerður Bjarnadóttir lýsti vonbrigðum með að málinu hefði ekki verið þokað áfram og benti á að allsherjarnefnd hefði nægan tíma til að fjalla um kjör alþingismanna þegar ætti að bæta þau og vísaði þar til aðstoðarmannafrumvarpsins svokallaða. Flokksbróðir hennar, Helgi Hjörvar, benti á að mælt hefði verið fyrir eftirlaunafrumvarpinu upprunalega í desember og það hefði verið samþykkt í desember sama ár. Valgerður hefði mælt fyrir frumvarpi sínu í október síðastliðnum en það væri enn ekki afgreitt. Skömmu eftir þessa umræðu var samþykkt að vísa aðstoðarmannafrumvarpi til þriðju umræðu á Alþingi en þess má geta að mælt var fyrir því 21. febrúar í ár. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Sú vinnuregla að láta stjórnarfrumvörp og frumvörp frá forsætisnefnd hafa forgang í allsherjarnefnd kemur í veg fyrir að frumvarp um breytingar á eftirlaunum æðstu embættismanna fái framgang. Þetta kom fram í máli Birgis Ármannssonar, formanns allsherjarnefndar, á Alþingi í dag. Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á því að hún hefðii þann 30. október í fyrra lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna landsins, hinum svokölluðu eftirlaunalögum. Hún hefði lagt til að lífeyriskjör þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna yrðu færð til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Valgerður sagðist hafa verið spurð um framgang málsins en hefði engu getað svarað. Því spurði hún Birgi Ármannsson um hvar málið væri en síðast þegar hún vissi væri það í allsherjarnefnd. Þá lagði Valgerður til að málinu yrði flýtt. Boðað hefði verið að landsmenn þyrftu að herða sultarólina á næstunni og ráðamenn ættu að geta sýnt á táknrænan hátt að við værum öll á sama bátinum. Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar, sagði málið hafa verið sent til umsagnar hjá 18 aðilum og sjö svör hefðu borist. Þá benti Birgir á að 33 mál hefðu komið til nefndarinnar í vetur en forgangsröðunin hefði verið með þeim hætti að stjórnarfrumvörp og frumvörp forsætisnefndar hefðu forgang. Hann hygðist hins vegar beita sér fyrir umræðu á nefndardögum um framgang þingmála en honum væri ljóst að áhugi væri hjá nefndarmönnum að taka mörg þingmannamál til umfjöllunar. Ekki flókið mál að breyta lögunum Fjölmargir þingmenn tóku til máls og lýstu yfir stuðnigi við frumvarp Valgerðar og vildu flýta því. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri - grænna, spurði hvað dveldi orminn langa og sagði að út frá orðum Birgis væri að skilja að um geysilega flókið mál væri að ræða en svo væri ekki. Hann vildi að sérréttindabálkurinn yrði afnuminn og sagði LSR lífeyrissjóðinn opinn æðstu embættismönnum. Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði ekki ganga að þingmenn væru að skammta sér sérkjör. Vandamálið í störfum Alþingis væri að stjórnarfrumvörp hefðu algjöran forgang. Þá benti hann á að frumvarp um aðstoðarmenn þingmanna væri á hraðferð í gegnum þingið og það vantaði skipulag á því hvernig málin væru afgreidd. Það þyrfti að breyta verklagi nefnda Alþingis og taka frumvörp í réttri röð. Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagðist vona að vinnubrögð væru að breytast á Alþingi og að þingmannafrumvörp fengu eðlilegan framgang. Kallaði hún eftir svörum frá ráðherrum um eftirlaunamálið og minnti á að þess væri getið í stjórnarsáttmálanum að breyta ætti lögunum. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefði reynt að beita sér fyrir samkomulagi í málinu en ekki tekist og nú kæmust menn að því hvort Samfylkingunni tækist það. Nægur tími til að fjalla um aðstoðarmannafrumvarp Valgerður Bjarnadóttir lýsti vonbrigðum með að málinu hefði ekki verið þokað áfram og benti á að allsherjarnefnd hefði nægan tíma til að fjalla um kjör alþingismanna þegar ætti að bæta þau og vísaði þar til aðstoðarmannafrumvarpsins svokallaða. Flokksbróðir hennar, Helgi Hjörvar, benti á að mælt hefði verið fyrir eftirlaunafrumvarpinu upprunalega í desember og það hefði verið samþykkt í desember sama ár. Valgerður hefði mælt fyrir frumvarpi sínu í október síðastliðnum en það væri enn ekki afgreitt. Skömmu eftir þessa umræðu var samþykkt að vísa aðstoðarmannafrumvarpi til þriðju umræðu á Alþingi en þess má geta að mælt var fyrir því 21. febrúar í ár.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira