Innlent

Reynt að finna lausn á málum Iceland Express

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. MYND/AP

Upplýsingafulltrúi Flugstoða segir að þar á bæ séu menn að ráða ráðum sínum í framhaldi af úrskurði Skipulagsfulltrúa. Beiðni þeirra um að fá að reisa bráðabirgðaaðstöðu fyrir innanlandsflug Iceland Express á Reykjavíkurflugvelli var hafnað eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Ég veit ekki alveg hver staðan er núna, en munum skoða þetta mál og reyna að finna lausn á þessu," segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Flugstoðum. „Það lá inni beiðni hjá skipulags- og byggingaráði um að fá að nýta þetta land sem við höfum til umráða undir aðstöðu fyrir Iceland Express."

Hrafnhildur segir að aðeins hafi verið um bráðabirgðaðstöðu að ræða þar til fyrirhuguð samgöngumiðstöð í Vatnsmýri yrði tekin í gagnið. „Þetta átti að verða um 500 fermetra hús og höfðum við hugsað okkur að það yrði einfalt í uppsetningu enda átti það bara að standa í tvö ár, eða þar til reiknað er með að samgöngumiðstöðin verði tilbúin árið 2010," segir Hrafnhildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×