Innlent

Varar fólk við að vera á ferli

Lögreglan á Húsavík varar fólk við því að vera á ferðinni að óþörfu á milli Húsavíkur og Þórshafnar. Veður þar er orðið slæmt og lítið sem ekkert skyggni.

Björgunarsveitir frá Raufarhöfn og Þórshöfn eru í viðbragðsstöðu en þær hafa verið að aðstoða fólks sem fest hefur bíla sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×