Innlent

Fundu hass við húsleit á Þingeyri

Yfir fimmtíu grömm af hassi og áhöld til neyslu, fundust þegar lögreglan á Vestfjörðum gerði húsleit á heimili á Þingeyri í gær.

Grunur leikur á að hassið hafi verið ætlað til sölu. Ekkert fannst við leit í örðu húsi, en báðir húsráðendur voru teknir til yfirheyrslu og sleppt að þeim loknum.

Þeir eru á fimmtugs aldri og hafa áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnaborta. Lögreglumaður af höfuðborgarsvæðinu ásamt fíkniefnahundi, voru lögreglunni til vestra til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×