Innlent

Slagsmál rústuðu Kaffi Krús á Selfossi

Lögreglan á Selfossi var kölluð að Kaffi Krús laust eftir miðnætti til að stöðva slagsmál tveggja manna þar.

Þegar hún kom á staðinn lágu borð og stólar eins og hráviði út um allt, líkt og eftir krárarslagsmál í kvikmyndum úr vilta vestrinu, en mesti vígamóðurinn var að renna af mönnunum.

Annar þeirra gaf þá skýringu á hegðan sinni, að hann hafi verið í uppnámi vegna ófara íslenska handboltaliðsins gegn Svíum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×