Innlent

Jafnréttislög höfðu áhrif á skipun Ólafar Ýrar

Össur Skarphéðinsson hefur rökstutt ráðningu ferðamálastjórar.
Össur Skarphéðinsson hefur rökstutt ráðningu ferðamálastjórar.

Þrír umsækjendur um stöðu Ferðamálastjóra voru taldir skara fram úr miðað við þær menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar voru í auglýsingu.

Össur Skarphéðinsson segir, í rökstuðningi fyrir ráðningu Ólafar Ýrar Atladóttur, að hann hafi tekið ákvörðun um að ráða hana að yfirlögðu ráði. Hann hafi tekið mið af lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla en á grundvelli þeirra sé viðurkennt að velja skuli aðila af því kyni sem sé í minnihluta á hlutaðeigandi starfssviði þegar tveir eða fleiri jafnhæfir einstaklingar sæki um stöðu.

Ólöf Ýr hefur að baki mikinn og fjölbreyttan menntunarferil sem nýtast mun vel í yfirgripsmiklu starfi ferðamálastjóra. Hún er með BA próf í íslensku og BSc í líffræði frá Háskóla Íslands. Hún er með meistarapróf í líffræði frá University of East Anglian. Þá hefur hún lokið MPA námi í opinberri stjórnsýslu og diplómaprófi í þróunarfræðum frá HÍ.

Ólöf hefur fimm ára reynslu af stjórnun og í opinberum rekstri þar sem hún bar ábyrgð á starfsmannahaldi, hafði fjármálalega ábyrgð og annaðist skjalastjórn. Hún hefur auk menntunar á sviði bókmennta- og náttúrufræði reynslu á sviði ferðaþjónustu, úr landvörslu og fararstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×