Innlent

Ofurölvi undir stýri á leið á milli Selfoss og Hveragerðis

MYND/E.Ól

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði mann á bíl þegar hann var ný lagður af stað frá Selfossi áleiðis til Hveragerðis.

Hann reyndist svo ofurölvi að lögregla telur lán hans og annarra í umferðinni að hann var stöðvaður í tæka tíð. Skömmu síðar var annar tekinn eftir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og fundust auk þess fíkniefni í bíl hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×