Innlent

Hveravallabjörninn var hross

Skyldi hrossið hafa verið hvítt?
Skyldi hrossið hafa verið hvítt? MYND/Heiða

Sporin sem pólskir ferðamenn rákust á nærri Hveravöllum í gær og talin voru eftir bjarndýr reyndust vera eftir hross. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Blönduósi.

Á þriðja tug björgunarsveitarmanna og lögreglumanna hóf í morgun leit að sporunum á leiðinni frá Hveradölum til Þjófadala, eða á þeirri leið sem ferðamennirnir gengu áður en þeir rákustu á sporin.

Nú í eftirmiðdaginn fannst á afmörkuðu leitarsvæði slóð sem við nánari skoðun reyndist vera eftir hross. „Þar sem þessi spor voru í blautu moldarflagi voru þau mjög stór og komu vel heim og saman við lýsingu ferðamannanna. Niðurstaðan er því sú að þessi spor sem ferðamennirnir sáu eru talin vera eftir hross og er því málinu lokið," segir lögreglan á Blönduósi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.