Lífið

Myndu ekki skaða sig með svindli

Sú uppljóstrun að svindlað hafi verið í kosningu á Vísi um fallegasta rýmið á Hæðinni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki í þættinum, og hafa öll pörin bloggað um málið.

„Það er alveg ljóst að á meðan kosningakerfið bíður upp á að kosið sé oftar en einu sinni úr sömu tölvu getum hvorki við né nokkur annar komið í veg fyrir að það verði gert. Við stýrum ekki því sem fram fer á netinu og hvers vegna í ósköpunum ættum við að standa fyrir einhverju sem mögulega getur skaðað okkur í kosningunni sem nú stendur yfir," skrifa þau Elísabet og Hreiðar Örn á blogginu sínu.

Þau Elísabet og Hreiðar fengu ávallt flest atkvæða í kosningunni. Um helgina komst um töluvert kosningasvindl, þar sem sama parið hafði verið kosið mörgum sinnum á sömu IP tölunni. Hjalti Egilsson vefstjóri 365 sagði í samtali við Vísi um helgina að eftir að málið var skoðað hafi borið á töluverðu misræmi milli niðurstöðu dómnefndar, umræðu á bloggum og úrslitum kosninganna.

Kosningin hefur þó engin áhrif á úrslit þáttanna, en hún var eingöngu sett upp til gamans fyrir lesendur. Úrslitin ráðast hinsvegar með símakosningu sem hófst eftir þáttinn á fimmtudag og stendur fram að því að tilkynnt verður um sigurvegarann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×