Innlent

Póstkassar teknir niður á nokkrum stöðum vegna skemmdarverka

MYND/Tettur

Íslandspóstur hyggst taka niður nokkra póstkassa á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars vegna lítillar notkunar og ítrekaðra skemmdarverka sem unnin hafa verið á þeim.

Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að nokkrir þeirra séu þegar horfnir og þar hanga nú skilti sem vísa á næsta póstkassa eða næsta pósthús. Allar nánari upplýsingar um nálæga póstkassa eða pósthús í nágrenni við þessar staðsetningar er hægt að nálgast hjá þjónustuveri Íslandspósts í síma 580 1200 eða á heimasíðu fyrirtækisins, postur.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×