Enski boltinn

Grant er hættur að eyða

Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist ekki ætla að kaupa fleiri leikmenn í janúarglugganum. Hann hefur þegar fengið til sín þrjá leikmenn sem kostað hafa í kring um 27 milljónir punda.

Chelsea hefur fest kaup á þeim Nicolas Anelka frá Bolton, Branislav Ivanovic frá Lokomotiv Moskvu og Franco di Santo frá Audax Italiano í Suður-Ameríku.

"Það eru bara tveir dagar eftir þangað til glugginn lokast, en við hættum aldrei að skoða góða leikmenn. Það er sama þó menn haldi að þeir séu með besta lið í heimi - allir vilja sífellt verða betri," sagði Grant.

"Ég er nokkuð ánægður með þann hóp sem við höfum og við munum ekki ana út í óþarfakaup. Það er erfitt að kaupa leikmenn í janúar, því þeir eru dýrir og svo eru þeir bestu ekki á laus á þessum tíma hvort sem er," sagði Grant.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×