Bæjarstjórn Akraness skorar á stjórnir HB Granda og Faxaflóahafna að taka upp viðræður um flutning fyrirtækisins til Akraness.
Þessi áskorun var samþykkt á lokuðum bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í gærkvöldi, eftir sameiginlegan fund með þingmönnun Norðvesturkjördæmis, bæjarstjórn og forstjóra HB Granda , vegna uppsagna fiskvinnsufólks hjá HB Granda.
Fyrirtækið óskaði í sumar eftir því að Faxaflóahafnir gerðu landfyllingu og úthlutaði lóð undir nýtt fiskiðjuver, en hætti við þau áform þegar Faxaflóahafnir töldu sig ekki geta orðið við öllum óskum fyrirtækisins.