Enski boltinn

Skaðabótakrafan á West Ham hækkuð?

Tevez vó þungt í fallbaráttu West Ham á sínum tíma
Tevez vó þungt í fallbaráttu West Ham á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir breskir fjölmiðlar halda því fram í dag og í kvöld að forráðamenn Sheffield United ætli að hækka umtalsvert skaðabótakröfu sína á hendur West Ham Tevez-málinu.

Sheffield United fór á sínum tíma fram á 30 milljónir punda í bætur eftir að sannað þótti að West Ham hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í Carlos Tevez leiktíðina 2006-07.

Því er nú haldið fram að forráðamenn Sheffield United hafi ákveðið að fara fram á 50 milljónir punda í stað 30 eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn.

Haft er eftir stjórnarformanni Sheffield að hann sé enn ekki búinn að ákveða nákvæmlega hversu há skaðabótakrafan verði, en hann mun vera til í að dreifa greiðslunum á langan tíma.

Fleiri lögsóknir

Málið fór fyrir gerðardóm í síðasta mánuði og þar kom fram að West Ham gæti ekki áfrýjað niðurstöðunni til Afrýjunardómstóls Íþróttamála. Málið verður þó tekið fyrir a ný í sérstökum gerðardómi í byrjun næsta árs.

Það er ekki aðeins Sheffield United sem hefur lögsótt West Ham, heldur hafa nokkrir leikmenn og m.a. þáverandi knattspyrnustjóri Sheffield talað um að höfða einkamál gegn West Ham ef dómur fellur Sheffield í hag.

West Ham til sölu?

Breskir fjölmiðlar fullyrða líka sumir hverjir að Björgólfur Guðmundsson eigandi West Ham sé kominn í klípu vegna hrunsins á íslenskum og erlendum fjármálamörkuðum.

Því er haldið fram að hópar fjárfesta séu að fylgjast með þróun mála og til dæmis segja Independent og Daily Mail að Indverjinn Anil Ambani, stjötti ríkasti maður heims, sé að íhuga að kaupa West Ham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×