Fótbolti

Mascherano vill Maradona

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Javier Mascherano segist fylgjandi þeirri hugmynd að knattspyrnugoðið Diego Maradona verði ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu.

Eins og svo oft áður hefur Maradona verið orðaður við landsliðsþjálfarastöðuna hjá Argentínu - nú síðast eftir að Alfio Basile sagði af sér eftir að liðið tapaði fyrir Chile á dögunum.

"Maradona gæti deild gríðarlegri reynslu sinni með liðinu. Enginn leikmaður hefur gefið Argentínu jafn mikið sem leikmaður og hann. Hann hefur gefið okkur svo mikið," sagði Mascherano í samtali við Daily Mail.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×