Ina verðlaunuð 30. september 2008 04:00 Sýningin Ambra hlaut nýverið Norsku gagnrýnenda-verðlaunin. Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen. Verkið var sýnt hér á Íslandi í byrjun sumars við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda, og hefur síðan verið sýnt bæði í Bergen og í Ósló. Ina Christel Johannessen er einn af áhugaverðustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Hún samdi Ömbru í samstarfi við íslensku tónlistarkonurnar Kiru Kiru og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur ásamt Þjóðverjanum Dirk Desselhaus. Um 20 dansarar taka þátt í sýningunni ásamt myndarlegri beinagrind úr stóreflis hval. Í umsögn sinni um Ömbru sagði dómnefnd Norsku gagnrýnendaverðlaunanna að verkið væri stórsýning sem markaði sannkölluð tímamót fyrir listgreinarnar dans, tónlist og sjónræna sköpun. Dómnefndin sagði enn fremur að hreyfingar dansaranna ljæðu verkinu sinfónískan blæ og að það myndi eflaust eiga sér langan líftíma. Ekki amaleg umsögn það. Í fréttatilkynningu sem Íslenski dansflokkurinn sendi frá sér í tilefni verðlaunanna kemur fram ánægja með vel heppnað samstarf danshöfundar og dansflokka. „Ina og hennar samstarfsfólk sem og dansarar flokkanna beggja eru vel að þessum verðlaunum komin og erum við stolt af þessu vel heppnaða norræna samstarfi," segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Norski danshöfundurinn Ina Christel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverðlaunin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dansflokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen. Verkið var sýnt hér á Íslandi í byrjun sumars við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorfenda, og hefur síðan verið sýnt bæði í Bergen og í Ósló. Ina Christel Johannessen er einn af áhugaverðustu danshöfundum Evrópu um þessar mundir. Hún samdi Ömbru í samstarfi við íslensku tónlistarkonurnar Kiru Kiru og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur ásamt Þjóðverjanum Dirk Desselhaus. Um 20 dansarar taka þátt í sýningunni ásamt myndarlegri beinagrind úr stóreflis hval. Í umsögn sinni um Ömbru sagði dómnefnd Norsku gagnrýnendaverðlaunanna að verkið væri stórsýning sem markaði sannkölluð tímamót fyrir listgreinarnar dans, tónlist og sjónræna sköpun. Dómnefndin sagði enn fremur að hreyfingar dansaranna ljæðu verkinu sinfónískan blæ og að það myndi eflaust eiga sér langan líftíma. Ekki amaleg umsögn það. Í fréttatilkynningu sem Íslenski dansflokkurinn sendi frá sér í tilefni verðlaunanna kemur fram ánægja með vel heppnað samstarf danshöfundar og dansflokka. „Ina og hennar samstarfsfólk sem og dansarar flokkanna beggja eru vel að þessum verðlaunum komin og erum við stolt af þessu vel heppnaða norræna samstarfi," segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins.
Mest lesið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira