Móðir drengsins í Færeyjum býst við dómi Breki Logason skrifar 7. apríl 2008 18:26 Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. Birgir Páll hefur setið í einangrun í tæplega hálft ár vegna málsins en honum er gefið að sök að hafa tekið á móti og geymt fíkniefnin sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði í september í fyrra, 24 kíló af amfetamíni, 15 kíló af e-pilludufti og nærri 1800 e-töflur. „Þetta var alveg rosalega erfitt og það er greinilegt að þessi saksóknari ætlar að koma honum í fangelsi, við verðum bara að bíða og sjá hvernig dómurinn tekur á þessu," segir Írís Inga en hún og móðir hennar eru staddar í Færeyjum til þess að fylgjast með málinu. Hún segir réttarhöldin hafi staðið yfir frá hálf tíu í morgun til fimm í dag en þetta er í þriðja skiptið sem þær mæðgur fara út síðan hann var handtekinn vegna málsins. Þó hann hafi setið í einangrun hafa mæðgurnar getað haft samband við hann í gegnum síma og eins hitt hann augliti til auglits. „Lögreglan er tilbúin að gera eins mikið og hún getur fyrir okkur en þegar ég tala við hann í síma þarf það að vera á ensku því það er alltaf einhver sem hlustar. En þegar við höfum farið í heimsókn höfum við fengið íslenskan túlk með okkur," segir Íris. Birgir Páll er æskuvinur Guðbjarna Traustasonar sem hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir að hafa siglt efnunum til landsins. Guðbjarni eða Baddi eins og hann er alltaf kallaður hefur haldið því fram að Birgir sé saklaus í málinu, hann hafi flækst í það vegna vinskapar við sig. „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli," sagði Guðbjarni í viðtali sem birtist á Vísi fyrir helgi. Hann er nú í Færeyjum og á að bera vitni í málinu á morgun. Íris segist ekki bera neinn kala í garð Guðbjarna sem hún þekkir vel. „Nei alls ekki, Baddi er búinn að eiga erfitt mjög lengi og hefur staðið lengi í einhverju svona rugli. Ég hef stundum verið hrædd um drenginn minn þegar hann hefur verið nálægt honum en hann hefur aldrei viljað blanda Birgi í neitt svona. Birgir hefur oft reynt að fá hann til þess að hætta, sérstaklega þegar kærastan hans varð ólétt og svona," segir Íris. Hún segir son sinn ótrúlega seigan og bera sig vel þrátt fyrir þennan langa tíma í einangrun. „Ég veit hinsvegar ekki hvað verður síðar meir þegar hann kemur út á meðal fólks og fær eitthvað frelsi. Ég geri ráð fyrir að hann fái einhvern dóm fyrir þetta en hann verður bara að standa sig og ljúka því." Íris segir að vitnin komi fyrir dóm á morgun og síðan sérfræðingar á miðvikudaginn. „Á fimmtudaginn koma síðan lögmennirnir með lokaræður sínar og dómarinn flytur eitthvað á föstudaginn. Síðan fer kviðdómurinn afsíðis og kemur með niðurstöðu stuttu síðar." Tengdar fréttir Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01 Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15 Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07 Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Írís Inga Svavarsdóttir móðir Birgis Páls Marteinssonar sem setið hefur í fangelsi í Færeyjum í tengslum við Pólstjörnumálið svokallaða var viðstödd réttarhöldin í dag. Hún segir það hafa verið erfitt að hlusta á son sinn yfirheyrðan í dag. Birgir Páll hefur setið í einangrun í tæplega hálft ár vegna málsins en honum er gefið að sök að hafa tekið á móti og geymt fíkniefnin sem haldlögð voru á Fáskrúðsfirði í september í fyrra, 24 kíló af amfetamíni, 15 kíló af e-pilludufti og nærri 1800 e-töflur. „Þetta var alveg rosalega erfitt og það er greinilegt að þessi saksóknari ætlar að koma honum í fangelsi, við verðum bara að bíða og sjá hvernig dómurinn tekur á þessu," segir Írís Inga en hún og móðir hennar eru staddar í Færeyjum til þess að fylgjast með málinu. Hún segir réttarhöldin hafi staðið yfir frá hálf tíu í morgun til fimm í dag en þetta er í þriðja skiptið sem þær mæðgur fara út síðan hann var handtekinn vegna málsins. Þó hann hafi setið í einangrun hafa mæðgurnar getað haft samband við hann í gegnum síma og eins hitt hann augliti til auglits. „Lögreglan er tilbúin að gera eins mikið og hún getur fyrir okkur en þegar ég tala við hann í síma þarf það að vera á ensku því það er alltaf einhver sem hlustar. En þegar við höfum farið í heimsókn höfum við fengið íslenskan túlk með okkur," segir Íris. Birgir Páll er æskuvinur Guðbjarna Traustasonar sem hlaut 7 ára fangelsisdóm fyrir að hafa siglt efnunum til landsins. Guðbjarni eða Baddi eins og hann er alltaf kallaður hefur haldið því fram að Birgir sé saklaus í málinu, hann hafi flækst í það vegna vinskapar við sig. „Hann átti ekkert að blandast inn í þetta. Ég bað hann bara um að redda mér húsnæði í smá tíma. Þetta er strákur sem aldrei hefur verið í neinu rugli," sagði Guðbjarni í viðtali sem birtist á Vísi fyrir helgi. Hann er nú í Færeyjum og á að bera vitni í málinu á morgun. Íris segist ekki bera neinn kala í garð Guðbjarna sem hún þekkir vel. „Nei alls ekki, Baddi er búinn að eiga erfitt mjög lengi og hefur staðið lengi í einhverju svona rugli. Ég hef stundum verið hrædd um drenginn minn þegar hann hefur verið nálægt honum en hann hefur aldrei viljað blanda Birgi í neitt svona. Birgir hefur oft reynt að fá hann til þess að hætta, sérstaklega þegar kærastan hans varð ólétt og svona," segir Íris. Hún segir son sinn ótrúlega seigan og bera sig vel þrátt fyrir þennan langa tíma í einangrun. „Ég veit hinsvegar ekki hvað verður síðar meir þegar hann kemur út á meðal fólks og fær eitthvað frelsi. Ég geri ráð fyrir að hann fái einhvern dóm fyrir þetta en hann verður bara að standa sig og ljúka því." Íris segir að vitnin komi fyrir dóm á morgun og síðan sérfræðingar á miðvikudaginn. „Á fimmtudaginn koma síðan lögmennirnir með lokaræður sínar og dómarinn flytur eitthvað á föstudaginn. Síðan fer kviðdómurinn afsíðis og kemur með niðurstöðu stuttu síðar."
Tengdar fréttir Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01 Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15 Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07 Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ákæruvaldið mun krefjast tíu ára fangelsis að lágmarki Ákæruvaldið í Færeyjum mun krefjast tíu ára fangelsisvistar að lágmarki á hendur Íslendingi sem setið hefur þar í fangelsi og einangrun svo mánuðum skiptir vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu. 5. apríl 2008 00:01
Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. 6. apríl 2008 19:15
Dómþing í Pólstjörnumáli í Færeyjum Dómþing hefst í dag í máli Íslendingsins í Færeyjum sem sakaður um aðild að Pólstjörnumálinu svokallaða. 7. apríl 2008 11:07
Smyglskútudrengir segja sögu sína Fáir fíkniefnafundir lögreglu hafa vakið jafn mikla athygli hér á landi og Pólstjörnumálið. Karen D. Kjartansdóttir ræddi við mennina fjóra sem fengu þyngstu dómana og segjast þeir ekki svekkja sig á neinu. Þá taki þó sárt að hafa blandað saklausum manni í Færeyjum í málið. Sá hefur setið í eingangrun í 170 daga en engin hefur setið lengur í eingangrunarvist þar í landi. 4. apríl 2008 08:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum