Lífið

Aron Pálmi ætlar að vinna Idol

Syngur Garth Brooks. Aron Pálmi er unnandi góðrar hip/hop-tónlistar en hyggst syngja lag eftir Garth Brooks.
Fréttablaðið/Valli
Syngur Garth Brooks. Aron Pálmi er unnandi góðrar hip/hop-tónlistar en hyggst syngja lag eftir Garth Brooks. Fréttablaðið/Valli

Um 1.600 manns hafa skráð sig í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2. Þetta mun vera metfjöldi í sögu íslenska Idolsins en þetta er í fjórða sinn sem keppnin er haldin. Meðal þessara 1.600 eru gamlar Idolstjörnur sem ekki hlutu náð fyrir augum dómnefndarinnar í síðustu keppnum og hyggjast reyna að klófesta titilinn og þær tvær milljónir sem honum fylgja.

Þekktasti þátttakandinn er án nokkurs vafa Aron Pálmi Ágústsson, eins og greint var frá í DV. Aron var að vanda kátur þegar Fréttablaðið náði tali af honum fyrir jól. Hann var bókaður í tvær máltíðir á aðfangadag, eina með frænku sinni og aðra með „náinni" vinkonu sinni sem hann vildi þó ekki kalla kærustu sína. „Nei, við erum bara góðir vinir," útskýrir hann.

Aron var nokkuð hissa þegar hann heyrði hversu margir hefðu skráð sig í Idolið. „Þeir geta hins vegar bara gleymt þessu því ég á eftir að vinna þetta," lýsir hann yfir. Aron var ekki búinn að leggja upp neina hernaðaráætlun til þess að verða fyrstur á svæðið en leist ágætlega á þá hugmynd að panta sér hótelherbergi á Hilton-hótelinu þar sem áheyrnarprufurnar fara fram 10. janúar.

Aron er mikill unnandi hipphopp-tónlistar en hyggst þó ekki rappa fyrir dómnefndina. „Nei, ég ætla að syngja What Thunder Rolls eftir Garth Brooks," segir Aron sem telur það algjört lykilatriði að komast í gegnum fyrstu síuna. „Annars verður maður bara aðhlátursefni út næsta ár."- fgg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×