Íslenski boltinn

Láðist að setja upp borðann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjálfarar ÍA og KR við varamannaskýlin í gær.
Þjálfarar ÍA og KR við varamannaskýlin í gær.

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

„Það láðist einfaldlega að setja upp þennan borða. Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert en það gleymdist því miður í gær," sagði Ingólfur.

Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, sagði í samtali við Vísi að hann hefði sent skýrslu inn til KSÍ vegna málsins. Ingólfur staðfesti að KSÍ hefði haft samband við KR vegna þessa.

„KR-ingar hafa hins vegar staðið sig mjög vel í öryggisgæslunni en þarna klikkaði eitthvað í gær," sagði Garðar. „En þetta er ekki einu völlurinn þar sem þessu er ábótavant. Það er langt í frá. Á mörgum völlum standa áhorfendur upp við skýli og eiga greiða leið inn á völlinn sem getur verið hættulegt."




Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×