Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar 11. september 2008 04:00 Kartöflur hafa fætt og kætt Íslendinga í 250 ár. Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir. Með fyrirlestrunum er ætlunin að bjóða upp á fjölbreytt efni af sem flestum sviðum vísindanna og búa þannig til vettvang fyrir fræðimenn að miðla efni sínu. Verða fyrirlestrarnir í vetur tíu talsins og verða haldnir á fimmtudögum kl. 17 í húsakynnum Akademíunnar í Gamla húsmæðraskólanum, Þórunnarstræti 99. Fyrsta fyrirlestur vetrarins heldur Tryggvi Hallgrímsson á morgun. Hann mun í framsögu sinni fjalla um áhrif snjóflóðavarna á samfélög á Íslandi. Akademían lætur þó ekki þar við sitja heldur stendur einnig fyrir allsherjar afmælismálþingi til heiðurs kartöflum um næstu helgi. Tilefnið er ekki eingöngu alþjóðlegt ár kartöflunnar í ár, heldur einnig 250 ára ræktunarafmæli kartaflna á Íslandi og það að 200 ár eru liðin síðan ræktun þeirra hófst í Búðargilinu á Akureyri. Málþingið er hugsað sem væn blanda af fræðum, listum, ræktun og matargerð. Þátt tekur garðyrkjufólk sem og ræktendur, myndlistarfólk, sagnfræðingar, bændur, dansari og tónlistarfólk. Matargerðarsnillingarnir á veitingastaðnum Friðriki V töfra fram kartöflurétti og hljómsveit leikur fyrir dansi um kvöldið. Málþingið, sem fer fram í húsnæði Akademíunnar, er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingið hefst kl. 13 næstkomandi laugardag og stendur fram eftir kvöldi.- vþ
Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira