Innlent

Fundað fljótlega með Rússum í Reykjavík

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er í Sankti Pétursborg ásamt nokkrum öðrum norrænum ráðherrum.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er í Sankti Pétursborg ásamt nokkrum öðrum norrænum ráðherrum.

Viðræður Rússa og Íslendinga um mögulegt lán verður haldið áfram fljótlega og hittast samninganefndir í Reykjavík.

Þetta sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á blaðamannafundi í St. Pétursborg í dag. Fram kom í máli ráðherrans að Íslendingar væru að skoða ýmsa lánamöguleika, þar á meðal frá Rússlandi. Samninganefndir ríkjanna hafa þegar hist einu sinni en það var fyrr í þessum mánuði.

Itar-Tass fréttastofan segir að Alþjóðabankinn sé jákvæður gagnvart láni Rússa til Íslendinga og haft er eftir varaforseta Evrópu- og Asíumála hjá bankanum að fjögurra milljarða evra lán gæti komið Íslendingum vel og bætt stöðuna á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.