Öld frá skipun fyrsta borgarstjóra 6. maí 2008 13:01 Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn. Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa." Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa."
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira