Öld frá skipun fyrsta borgarstjóra 6. maí 2008 13:01 Páll Einarsson, fyrsti borgarstjórinn. Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa." Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 7. maí 2008, eru liðin 100 ár frá því fyrsti borgarstjórinn var skipaður í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í tilkynningunni segir enn fremur: „Embætti borgarstjóra var auglýst laust til umsóknar í Ingólfi 23. febrúar 1908. Í auglýsingunni kom fram að embættinu „fylgdu" 4.500 kr. og „skrifstofufé" 1.500 kr. Um embættið sóttu þeir Knud Zimsen, bæjarfulltrúi og Páll Einarsson, sýslumaður og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Á bæjarstjórnarfundi 7. maí 1908 var gengið til atkvæða og fékk Knud Zimsen þrjú atkvæði en Páll Einarsson var kjörinn borgarstjóri til 6 ára með 10 greiddum atkvæðum. Á þeim tíma voru bæjarbúar um 11.000 talsins. Reyndist Páll afar farsæll borgarstjóri og í hans tíð var ráðist í margvíslegar stórframkvæmdir sem breyttu bæ í borg. Má þar nefna byggingu vatnsveitu, gasstöðvar, holræsa og hafnargerð. Páll kaus að láta af embætti 1914 er kjörtímabili hans lauk. Var embættið þá auglýst aftur og hlaut Knud Zimsen bæjarfulltrúi kosningu og var hann borgarstjóri í 18 ár eða til 1932. Á þessum hundrað árum hafa nítján einstaklingar gegnt embætti borgarstjóra, þrjár konur og sextán karlar. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna lista yfir þá einstaklinga sem gegnt hafa borgarstjóraembættinu, slóðin er http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-1040. Borgarstjórar hafa átt náið samstarf við borgarbúa og í áranna rás hafa þeir borið margvísleg erindi undir borgarstjóra um allt milli himins og jarðar. Hundrað ára afmælisins verður minnst með sögusýningunni „Kæri borgarstjóri" sem opnuð verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 16. maí nk. Á sýningunni verður sambandi borgarbúa við borgarstjóra og borgina gerð skil og bréf og önnur skjöl notuð til þess að spegla tíðarandann og þetta sérstaka samband íbúanna við borgina. Ellefu af þeim nítján borgarstjórum sem setið hafa eru á lífi í dag. Þeir leggja allir sitt af mörkum til sýningarinnar og á myndbandi verða sýnd viðtöl við þá þar sem þeir segja frá samskiptum sínum við borgarbúa."
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira