Innlent

Gistinóttum fjölgar um 12 prósent í janúar

MYND/Páll Bergmann

Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um tólf prósent frá sama mánuði í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar.

Alls voru gistnæturnar rúmlega 57 þúsund í janúar síðastliðnum en voru 51 þúsund í fyrra. Fjölgunin var mest á höfuðborgarsvæðinu, eða 21 prósent, en á Norðurlandi fjölgaði þeim um átta prósent og á Suðurlandi um fjögur prósent. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum í janúar hins vegar um tæpt 61 prósent á milli ára, eða úr 1.800 í 700. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum um fjórðung milli ára, úr 5.200 í 3.900.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×