Elsta leyndarmál þjóðarinnar 29. september 2008 04:00 Rólegri og Skandinavískari segir Óttar M. Norðfjörð um væntanlegan reyfara sinn, Sólkross. Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu," segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari." Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann," segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson." Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Úff, Hannes er algjör spennitreyja," stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann." Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hnífur Abrahams eftir Óttar M. Norðfjörð var ein af metsölubókum síðustu jólavertíðar og seldist í sex þúsund eintökum. Nú fylgir Óttar bókinni eftir með nýrri skáldsögu, Sólkrossi. „Þessi bók gerist á Íslandi og kærasta Adams Swift, Embla Þöll, er aðalsöguhetjan þótt Adam komi líka við sögu," segir Óttar. „Þetta er miklu metnaðarfyllri bók. Síðast var ég að gera tilraun með að skrifa svona flugvallarmetsölubók, en þessi er rólegri og skandinavískari." Sólkross er byggð á róttækum kenningum Einars Pálssonar um fyrstu landnámsmennina. Lesandinn er leiddur í eltingarleik um norræna goðafræði og horfna kirkjugarða, og elsta leyndarmál þjóðarinnar er jafnvel upplýst í bókinni. „Það þekkja fáir kenningar Einars en þeir sem kynna sér þær fá þær alveg á heilann," segir Óttar, sem sökkti sér í fræðin. „Einar var þaggaður niður á sínum tíma af ríkjandi fræðimönnum, en er smátt og smátt að fá uppreisn æru. Það er hálfgerður neðanjarðarheimur í kringum kenningar hans. Þegar ég var að skrifa bókina fékk ég skuggalegt símtal og var spurður hvort ég væri að skrifa um Einar Pálsson." Óttar segist vera að brúa þennan neðanjarðarheim og koma honum til almennings í poppaðri og söluvænlegri bók. En hvað með þriðja og síðasta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? „Úff, Hannes er algjör spennitreyja," stynur Óttar. „Þetta er brandari sem fór of langt en ég verð auðvitað að klára hann."
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira