Hæfileikar, fegurð og fágun 6. nóvember 2008 06:30 Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma á erlendum tónlistarsíðum fyrir plötu sína Sleepdrunk Seasons. mynd/leó stefánsson Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit. Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plata hljómsveitarinnar Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, fær sjö af tíu mögulegum á bresku tónlistarsíðunni Drowned in Sound. „Hjaltalín býr til góð popplög í tilraunakenndum útsetningum á að því er virðist áreynslulausan hátt og sýnir að hún er virkilega hæfileikarík og hljómar ekkert eins og landar sínir í Sigur Rós," segir í umsögninni. Líkir gagnrýnandi sveitinni við The Arcade Fire á byrjunarárum sínum, bresku sveitina Elbow og bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens. „Þrátt fyrir að vera nánast óþekkt utan Reykjavíkur hefur Hjaltalín hæfileika til að leggja heiminn að fótum sér. Ef Sleepdrunk Seasons er bara byrjunin gæti útkoman orðið frábær eftir þrjár til fjórar plötur til viðbótar." Tónlistarsíðan New-Noise gefur Hjaltalín einnig mjög góða dóma og segir að Sleepdrunk Seasons sé snilldar poppskífa. „Hjaltalín blandar saman rokki, raftónlist, fallegum melódíum og þjóðlagatónlist á hjartnæman hátt." Gagnrýnandinn bætir við: „Í ljósi efnahagsástandsins vonast íslensk stjórnvöld líklega til að Hjaltalín feti í fótspor Sigur Rósar og komi með gjaldeyri inn í landið. Ef þessi hljómsveit á eftir að ná vinsældum þá gerir hún það með fegurð og fágun að leiðarljósi." Sleepdrunk Seasons hefur verið framleidd í sjö þúsund eintökum og hefur hún þegar náð gullsölu hér á landi. Erlendis hefur henni verið dreift í tvö þúsund eintökum, sem er vitaskuld dágóður árangur fyrir þessa ungu og efnilegu sveit.
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira