Innlent

Óþarfa álag á björgunasveitir

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir.

Fjölmargir ökumenn virtu lokunarskilti lögreglu ekki viðlits í gærkvöldi og riðu á vaðið á Suðurlandsvegi þrátt fyrir óveðrið sem reið þar yfir í gær. Þetta olli því að björgunarsveitarmenn voru fram eftir nóttu að bjarga fólki úr bílum sínum á veginum. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir nokkuð algengt að menn láti ekki segjast þrátt fyrir lokanir. Björgunarsveitarmenn geti hins vegar lítið gert annað en að bregðast við þegar fólkið hefur komið sér í vandræði.

„Þetta er nokkuð algengt. Við höfum séð svipuð atvik á Hellisheiðinni í vetur þar sem menn reyna að fara heiðina þrátt fyrir viðvaranir og lokanir lögreglu og Vegagerðar. Fólk virðir bara ekki tilmælin," segir Ólöf og bætir því við að þetta hafi verið sérstaklega algengt í vetur. „Við finnum mikið fyrir þessu núna þar sem veturinn hefur verið mjög annasamur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×