Lífið

Óskarsverðlaunahafi í bobba

Úps.
Úps.
Óskarsverðlaunahafinn nýbakaði Marion Cotillard er ekki vinsælasta konan vestanhafs þessa dagana. Ársgamalt viðtal við hana dúkkaði upp á netinu á dögunum, þar sem hún dregur í efa að hryðjuverkamenn hafi staðið fyrir árásinni á tvíburaturnanna þann 11. september 2001.

„Ég held það sé logið að okkur um margt," sagði leikkonan í sjónvarpsviðtali. Hún tók árásirnar á tvíburaturnana og Pentagon sem dæmi, og bætti við: „Ég legg meiri trúnað á samsæriskenningarnar."

Cotillard hefur ekki tjáð sig um málið, en lögfræðingur hennar sagði í gær að hún hefði aldrei ætlað sér að draga í efa að árásirnar hefðu átt sér stað. Það væri slæmt að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi.

Í viðtalinu sagði leikkonan að hún hefði afar gaman af myndum um samsæriskenningar um atburðina 11. september. Þær væru heillandi, jafnvel ávanabindandi. Það væri ýmislegt sem hljómaði ósennilegt. „Gengu menn á tunglinu? Ég hef séð nokkrar heimildamyndir um það, og finnst það ólíklegt. Ég trúi í öllu falli ekki öllu sem mér er sagt, það er á tæru."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.