Innlent

Óheimilt að lækka laun forseta

Það er óheimilt að lækka laun forseta Íslands á miðju kjörtímabili hans, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagðist hins vegar í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins fyrr í nóvember telja eðlilegt að laun forseta og annarra ráðamanna yrðu lækkuð í ljósi þeirra aðstæðna sem Íslendingar glíma nú við. „Ég mundi fagna slíkri ákvörðun Alþingis eða kjararáðs og tel að hana eigi að taka sem fyrst," sagði forsetinn í svari við könnun sem Fréttablaðið gerði meðal alþingismanna, ráðherra, borgarstjóra, hæstaréttardómara og forsetans.

Eiríkur segir að þetta gangi ekki upp og máli sínu til stuðnings bendir hann á ákvæði í 9. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."

Eiríkur segir hins vegar að forseti geti afsalað sér hluta launa sinna. „Það gerir hann þá bara sjálfviljugur og er að sjálfsögðu ekki skylt að gera það að lögum," segir Eiríkur.

Forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hann hefði sent kjararáði bréf og óskað eftir því að ráðið myndi lækka laun þeirra sem heyra undir kjararáðið tímabundið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.