Innlent

Vill nýjan meirihluta í Reykjavík

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Þetta kemur fram í leiðara sem hann ritar í Fréttablaðið í dag.

Þorsteinn segir að skoðanakannanir gefi ekki ástæðu til breytinga á pólitísku samstarfi. Aftur á móti kalli almannahagsmunir á breytt ástand og málefnaleg þörf sé á nýjum borgarstjórnarmeirihluta.

Hundrað daga meirihlutinn var aldrei sterkari en veikasti hlekkur hans og sú staða er óbreytt, að mati Þorsteins.

,,Fyrsti meirihluti kjörtímabilsins fylgdi hins vegar allt fram að októberslysinu skynsamlegri stefnu bæði um orkunýtingu og skipulagsmál. Lengst af naut hann auk þess trausts og ágætra vinsælda. Endurnýjun á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn er satt best að segja líklegt til þess að leysa borgina úr þeirri málefnaklípu sem hún er í."

Þorsteinn var formaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 1983 til 1991. Hann var ráðherra 1987 til 1988 og aftur frá 1991 til 1995. Þorsteinn er nú annar af tveimur ritstjórum Fréttablaðsins.

Leiðara Þorsteins er hægt að lesa hér.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×